Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna auglýsir eftir umsóknum – til 6. júní kl. 17

Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna auglýsir eftir umsóknum umstarfslaun úr sjóðnum sem veitt verða frá 1. ágúst 2013.

Umsóknarfrestur er til 6. júní, kl. 17:00

 

Hlutverk sjóðsins er að styðja við starfsemi fræðimanna sem starfasjálfstætt í sinni fræðigrein. Rétt til að sækja um laun úr sjóðnum hafahöfundar fræðirita, fræðigreina, handbóka, orðabóka og viðamikilsupplýsingaefnis á íslensku.

Á heimasíðu Rannís, www.rannis.is eru allar upplýsingar um sjóðinn og tengiliði, ásamt leiðbeiningum fyrirumsækjendur og aðgangi að umsóknarkerfinu.