Íslensku bókmenntverðlaunin 2018

""
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Íslensku bókmenntaverðlaunin 2018, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 29. janúar. Verðlaunin skiptust í þrjá flokka.  Íslensku bókmenntaverðlaunin nema einni milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk og eru kostuð af Félagi íslenskra bókaútgefenda. Auk þess er verðlaunahöfum afhent skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripir, hannaðir af Jóni Snorra Sigurðssyni á gullsmíðaverkstæði Jens; opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans.
Fjögurra manna lokadómnefnd valdi verkin úr hópi fimmtán bóka sem tilnefndar voru til verðlaunanna í desember á síðasta ári þegar fimm bækur voru tilnefndar í hverjum flokki. Lokadómnefnd skipuðu Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, Steingrímur Þórðarson, Þórunn Sigurðardóttir og Gísli Sigurðsson sem var jafnframt var formaður nefndarinnar.
Efirfarnndi höfundar hlutu verðlaunin:

Fræðirit og bækur almenns efnis:
Hörður Kristinsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Jón Baldur Hlíðberg : Flóra Íslands -Blómplöntur og byrkingar. Útgefandi: Vaka Helgafell.

Barna- og ungmennabækur:
Sigrún Eldjárn : Silfurlykillinn. Útgefandi: Mál og menning.
Fagurbókmenntir:

Hallgrímur Helgason : Sextíu kíló af sólskini. Útgefandi: JPV útgáfa