Íslensku bókmenntaverðlaunin

Gunn­ar Þór Bjarna­son, ​Gunn­ar Helga­son og  Ein­ar Már Guðmunds­son hlutu Íslensku bók­mennta­verðlaunin sem for­seti Íslands af­henti verðlaunin við hátíðlega at­höfn á Bessa­stöðum 10. febrúar. Gunn­ar Þór Bjarnason í flokk­in­um Fræðirit og bæk­ur al­menns fyr­ir bók­ina Þegar siðmenn­ing­in fór fjand­ans til. Gunn­ar Helgason í flokkn­um Barna- og ung­menna­bæk­ur fyr­ir bók sína Mamma klikk! Ein­ar Már var verðlaunaður í flokkn­um Fag­ur­bók­mennt­ir fyr­ir bók­ina Hunda­dagar.  Íslensku bók­mennta­verðlaun­in nema einni millj­ón króna fyr­ir hvert verðlauna­verk. 

 

Verðlaunin eru kostuð af Fé­lagi ís­lenskra bóka­út­gef­enda og auk þess er verðlauna­höf­um af­hent skraut­rituð verðlauna­skjöl og verðlauna­grip­ir, hannaðir af Jóni Snorra Sig­urðssyni á gull­smíðaverk­stæði Jens; opin bók á granít­stöpli með nafni verðlauna­höf­und­ar og bók­ar hans.