Íslensku bókmenntaverðlaunin veitt á Bessastöðum 28. janúar 2020

""

Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent á Bessastöðum 28. janúar og sjónvarpað beint frá verðlaunaafhendingunni á RÚV. Að þessu sinni voru lagðar fram 135 bækur frá 36 útgefendum og 15 bækur í þremur flokkum fengu tilnefningu.      Í flokki fræðirita og bóka almenns efnis fékk Jón Viðar Jónsson verðlaun fyrir bók sína Stjörnur og stórveldi á leiksviðum Reykjavíkur 1925-1965. Sölvi Björn Sigurðsson hlaut verðlaunin fyrir bók sína Selta: Apókrýfa úr ævi landlæknis í flokki fagurbókmennta. Bergrún Íris var verðlaunuð fyrir bókina Langelstur að eilífu í flokki barna- og ungmennabóka.
Verðaunin eru ein milljón króna sem veitt eru fyrir hvert verðlaunaverk og eru þau kostuð af Félagi íslenskra bókaútgefenda. 

 

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson afhenti verðlaunin og Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, ávarpaði samkomuna. Þakkaði hann öllu dómnefndarfólki fyrir vel unnin störf og þá ekki síst lokadómnefndinni, en hana skipuðu Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, Bergsteinn Sigurðsson, Knútur Hafsteinsson og Ingunn Ásdísardóttir, sem var jafnframt var formaður nefndarinnar, skipuð af forseta Íslands. Jónas Sig lék tónlist fyrir verðlaunahafa, gesti og áhorfendur fyrir og eftir afhendingu.