Íslensku bókmenntaverðlaunin

""
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti 8. febrúar Íslensku bókmenntaverðlaunin 2016 á Bessastöðum. Þau nema einni milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk og eru kostuð af Félagi íslenskra bókaútgefenda. Auk þess er verðlaunahöfum afhent skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripir. Verðlaunin hlutu að þessu sinn:
Fræðirit og bækur almenns efnis: Ragnar Axelsson: Andlit norðursins – útgefandi : Crymogea
Barna- og ungmennabækur: Hildur Knútsdóttir: Vetrarhörkur – útgefandi : JPV útgáfa
Fagurbókmenntir: Auður Ava Ólafsdóttir: Ör – útgefandi : Benedikt bókaútgáfa