Ísland heiðursgestur Bókasýningarinnar í Frankfurt

 

Í útgáfubæklingi á netinu má sjá hvaða íslenskar bækur hafa verið þýddar á þýsku og verða kynntar á Frankfurt. Það eru fagurbókmenntirnar, helst nýjar íslenskar skáldsögur, sem flestir útgefendur hafa mestan áhuga á, að sögn Margrétar Eggertsdóttur fulltrúa Hagþenkis í Frankfurtarverkefninu en hún bendir á að ný heildarþýðing á  Íslendingasögunum muni senn líta dagsins ljós. Þá má benda á að það  kemur út þýðing á bók Vésteins Ólasonar um íslenskar fornbókmenntir, svo og ný íslensk bókmenntasaga, ævisaga Halldórs Laxness eftir Halldór Guðmundsson, stutt  Íslandssaga eftir Sigurð Líndal, bók um Eyjafjallajökul eftir Ara Trausta Guðmundsson og Ragnar Th. Sigurðsson, bókin um Vigdísi eftir Pál Valsson, bók eftir Pétur Gunnarsson um Reykjavík, bók Árna Björnssonar um Niflungahringinn og bók um Snorra Sturluson, bók um atómskáldin og margt fleira.

Útgáfubæklingur er á netinu: http://www.sagenhaftes– island.is/media/pdf/Sagenhafte-Bucher.pdf
Heimasíða verkefnisins er www.sagenhaftes-island.is