Skiplagskrá fyrir viðurkenningu Hagþenkis endurskoðuð og samþykkt

 

 

 Skipulagsskrá fyrir viðurkenningu Hagþenkis

1. Viðurkenningin heitir: Viðurkenning Hagþenkis árið ….

Hlutverk hennar er að vekja athygli á mikilvægu höfundarverki og fræðilegu framlagi.

2. Viðurkenninguna skal veita fyrir samningu fræðirita, kennslugagna eða aðra miðlun fræðilegs efnis. Heimilt er að veita viðurkenningu fyrir eitt afmarkað verk á íslensku frá því ári sem miðað er við eða eldra verk. Einnig er heimilt að veita viðurkenningu fyrir mikilsvert framlag á lengra tímabili. Við veitingu viðurkenningar skal í senn tekið tillit til frumleika og fræðilegs eða menningarlegs gildis verkanna.

3. Viðurkenningin felst í viðurkenningarskjali og fjárhæð samkvæmt ákvörðun félagsins hverju sinni. Aðeins ein viðurkenning skal veitt ár hvert.

4. Sérstakt viðurkenningarráð velur viðurkenningarhafann. Í ráðinu eiga sæti fimm fulltrúar skipaðir af stjórn félagsins til tveggja ára í senn. Skulu a.m.k. tveir koma úr röðum virkra félagsmanna. Gæta skal að því að fulltrúar komi af sem ólíkustum fræðasviðum og séu viðurkenndir sérfræðingar hver á sínu sviði. Viðurkenningarráð kýs sér formann til eins árs í senn. Viðurkenningarráði er heimilt að leita umsagnar sérfræðinga á viðkomandi sviði áður en endanleg ákvörðun er tekin. Framkvæmdastjóri félagsins er verkefnastjóri viðurkenningarráðs og kallar það saman til funda og er sá fyrsti haldinn í október ár hvert.

5. Öllum félögum Hagþenkis er frjálst að koma með ábendingar um viðurkenningar-verð verk. Skulu þær hafa borist stjórn félagsins fyrir 1. desember ár hvert.

6. Viðurkenningarráð tilnefnir allajafna 10 höfunda og bækur í forvali áður en viðurkenningin sjálf er veitt og skal þessi listi kynntur í fjölmiðlum eftir því sem tök er á.

7. Að öðru jöfnu ber viðurkenningarráði að taka tillit til aðstæðna þeirra sem til greina koma.

8. Stjórn Hagþenkis og framkvæmdastjóri standa fyrir athöfn, þar sem viðurkenningin er afhent. Fulltrúi viðurkenningarráðs gerir grein fyrir rökstuðningi viðurkenningar-ráðs fyrir veitingu hennar.

Með þessum reglum fellur úr gildi fyrri skipulagsskrá samþykkt á aðalfundi Hagþenkis árið 1993

 

Reykjavík, 30. mars 2011.