Óskað er eftir umsóknum um ferða- og menntunarstyrki Hagþenkis árið 2010 vegna seinni úthlutunar. Heimilt er að sækja um vegna ferða sem hafa verið farnar á árinu.
Sótt er um á eyðublaði á vefsíðu félagsins sem er að finna efst á þessari síðu. Umsækjanda berst rafræn staðfesting hafi umsókn skilað sér og hún er jafnframt kvittun fyrir umsókn. Á heimasíðunni undir flipanum, Sjóðir og styrkir, eru úthlutunarreglurnar. Þar kemur m.a. fram að þessir styrkir eru eingöngu veittir félagsmönnum Hagþenkis og samkvæmt ákveðnum reglum. Þeir sem hljóta styrk þurfa að skila inn rafrænni skilagrein um ferðina á sérstöku eyðublaði og senda skrifstofu afrit af flugfarseðli. Þessi gögn verða að berast vegna bókhalds í síðasta lagi í desember.Til úthlutunar er 1.5 milljón króna.