Fræðslufundurinn er í boði Hagþenkis og Félags sjálfstætt starfandi fræðimanna og er haldinn í sal Reykjavíkur Akademíunnar, Hringbraut 121, 4 hæð. Fyrirlesari er Ásmundur. G. Vilhjálmsson lögmaður með skattarétt sem sérsvið og kennir í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann er félagi í Hagþenki og hefur skrifað bækur og fræðigreinar í tímarit.
Í erindinu mun hann fjalla um uppgjör tekjuskattstofns sjálfstætt starfandi fræðimanna, tekjur og frádrátt frá þeim. Hann gengur út frá litlum einstaklingsrekstri með skrifstofuaðstöðu og þau vandamál sem það skapar gagnvart skattayfirvöldum. Erindið tekur um eina klukkustund og síðan mun hann svara fyrirspurnum.