RAMMASAMNINUR HAGÞENKIS OG Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu
FORMÁLI
Samningurinn tók gildi 16. janúar 2023 og greiðslan fyrir hverja örk (16 bls.) af frumsömdu efni með 1800 letureiningum var ákveðin kr. 469.350. Sú upphæð verður uppfærð samkvæmt verðlagsvísitölu 1. ágúst ár hvert og er eftir síðustu uppfærslu, árið 2024, kr. 505.465.
SamningurinN 2023.
Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, kt. 520485-0749 og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, kt.
660124-1280, hafa komið sér saman um samning þennan um kjör námsefnishöfunda sem starfa fyrir
stofnunina á grundvelli verkefnaráðningar. Upphæðir samningsins eru uppfærðar 1. ágúst ár hvert
miðað við verðlagsvísitölu.
Meginmarkmið þessa samnings eru að:
1. Stuðla að þróun á sviði námsefnisgerðar og faglegra vinnubragða.
2. Skýra viðmið um kjör námsefnishöfunda.
3. Festa í sessi samskipti höfunda og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og stuðla að skipulegri vinnutilhögun.
Samningur þessi byggist á samkomulagi milli Hagþenkis og Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu og skal birtur á
heimasíðum beggja aðila. Við gerð samninga sem byggja á þessum rammasamningi skulu ritstjórar
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu kynna höfundum samning þennan.
I. KAFLI – GREIÐSLUR TIL HÖFUNDA OG GRUNNVIÐMIÐ
1. gr. Greiðslur til höfunda námsefnis
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, sem útgefandi námsefnis og verkkaupi, greiðir höfundalaun samkvæmt
höfundasamningi Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu við einstaka höfunda og verklýsingu sem fylgja skal hverjum
gerðum samningi.
Samið er um verktakagreiðslur. Greiðsla fyrir hverja örk (16 bls.) af frumsömdu efni með 1800
letureiningum er ákveðin 505.465 kr. Greiðsla fyrir hverja örk af söfnuðu og staðfærðu efni með 1800
letureiningum er ákveðin 196.570 kr. Greiðsla fyrir þýðingar tekur mið af taxta Rithöfundasambands
Íslands varðandi þýðingar á námsefni. Upphæðir taka breytingum samkvæmt verðlagsvísitölu miðað við
1. ágúst ár hvert.
2. gr. Grunnviðmið
Í öllum tilvikum þegar gerðir eru höfundasamningar skv. 1. gr. þessa samnings er um að ræða
grunnviðmið greiðslna sem koma til hækkunar eða lækkunar eftir því sem verklýsing gefur tilefni til í
samráði við höfund og ritstjóra hverju sinni.
Lækkun kemur þó aðeins til framkvæmda ef aðrir en höfundar vinna einhverja þeirra verkþátta sem
nefndir eru í samningi eða verklýsingu, t.d. þegar um ræðir forföll höfunda.
Ef ákveðið hefur verið skv. verklýsingu í viðauka 2 að höfundur komi að uppsetningu og útliti handrits
skal hann gera skýra grein fyrir hugmyndum sínum um myndefni og uppsetningu við afhendingu handrits
og er þá uppsetning og útlit unnið í samráði útgefanda við höfund. Myndefni sem samið er með hliðsjón
af hugmyndum höfundar og miðlar upplýsingum til jafns við texta skal jafngilt öðrum texta.
Myndlýsingar eru ef það kemur fram í verklýsingu hluti af þeim 1800 letureiningum sem höfundur fær
greitt fyrir.
Á samningstíma telst eðlilegt að höfundur fundi nokkuð reglulega með ritstjóra. Miðað skal við fjóra
klukkutíma langa fundi fyrir hverja örk af efni án þess að til komi sérstök greiðsla.
3. gr. Flokkar höfundaverka
Grunnviðmið gildir um öll útgáfuform þ.e. sama grunnviðmið er í gildi hvort sem verk er gefið út sem
prentað efni, stafrænt efni á vef stofnunarinnar eða með öðrum hætti í samræmi við verklýsingu. Ef
birtingarform efnis eru fleiri en eitt skal greitt fyrir það sérstaklega, sjá 4. gr. þessa samnings.
Allt námsefni á að vera í samræmi við gildandi lög og námskrá á hverjum tíma og taka mið af gátlista
Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.
Verklýsing fylgir hverjum samningi og ber að vera eins nákvæm og unnt er, byggð á viðauka 2 við
samning þennan. Samningsaðilar þurfa að fara yfir hana í sameiningu og samþykkja þarf verklýsingu áður
en samningur er undirritaður.
Handrit geta fallið undir fleiri en einn flokk og getur það haft áhrif þegar verk og höfundalaun eru metin
til greiðslu. Flokkar námsefnis eru eftirfarandi:
1. flokkur – Frumsamið efni
2. flokkur – Safnað og staðfært efni
3. flokkur – Þýtt efni og staðfært
II. KAFLI – ÚTGÁFURÉTTUR OG HÖFUNDASAMNINGAR
4. gr. Útgáfuréttur og útgáfuform
Útgefanda er heimilt að gefa efnið út á mismunandi formi s.s. á vef, sem prentað efni, hljóðefni eða á
öðru því formi sem samið er um í verklýsingu. Fyrir eina birtingu er greitt samkvæmt samningi óháð
birtingarformi þ.e. óháð því hvort um er að ræða prentaða bók, rafbók, vefefni eða annað. Fyrir aðra
birtingu bætast við 9% af upphaflegri upphæð samnings þannig að heildargreiðsla verður 109%. Fyrir
þriðju birtingu bætast 8% af upphaflegri upphæð samnings og verður þá heildargreiðsla 117%.
Eftir að greitt hefur verið fyrir þrjár birtingar er ekki um frekari greiðslur að ræða og útgefanda heimilt að
birta efnið líkt og um er samið í verklýsingu. Eftir sem áður skal gerður endurútgáfusamningur að
samningstíma liðnum standi til að halda útgáfu áfram og skal greitt fyrir slíkan samning samkvæmt því
sem kveðið er á um í 7. gr. þessa samnings.
5. gr. Höfundasamningar og verklýsingar
Hverjum höfundasamningi fylgir verklýsing sem er fylgiskjal með samningi og telst vera hluti hans.
Verklýsing skal gerð áður en hafist er handa við samningu námsefnis og gerð útgáfusamnings. Höfundur
og útgefandi skulu fara sameiginlega yfir verklýsinguna og samþykkja alla verkþætti hennar fyrir
undirritun.
Í verklýsingu er gerð nákvæm grein fyrir einstökum þáttum verksins, eðli þess og umfangi. Gerð er
áætlun um vinnu við einstaka þætti verksins, s.s. ritun texta, val eða gerð myndefnis, frágang handrits,
faglegan yfirlestur, prófarkalestur, samráð við ritstjóra og annað er máli kann að skipta. Útgefanda er þó
alltaf heimilt að aðlaga efni að nemendum sem glíma við sjón- og heyrnarskerðingar s.s. með stækkun
leturs eða táknmálstúlkun.
Höfundi ber að halda sig innan verklýsingar varðandi efnistök og lengd handrits. Telji höfundur þörf á að
gera breytingar þar á skal hann afla samþykkis ritstjóra áður en lagt er í þá vinnu. Höfundi er ávallt skylt
að leita samþykkis og staðfestingar hjá fulltrúa Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu fyrir greiðslukröfum umfram
áætlun í verklýsingu. Höfundur skal jafnframt gera ritstjóra grein fyrir framgangi verksins í samræmi við
tilmæli í verklýsingu áður en áfangagreiðslur fara fram þar sem það á við,
Séu höfundar verks fleiri en einn skal í verklýsingu kveðið á um verkaskiptingu þeirra á milli sem og
hvernig greiðslur skiptast á milli höfunda.
6. gr. Kröfur til höfunda um frágang efnis
Höfundur skal skila fullbúnum texta með vönduðu málfari, málsniði við hæfi og fara að opinberum
reglum um stafsetningu og greinarmerki. Efni skal skilað í samræmi við gátlista Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu og
verklýsingu. Í verklýsingu skal tekið fram hvort og þá með hvaða hætti höfundur kemur að vali á
myndefni eða frekari framsetningu efnis.
7. gr. Forkaupsréttur og endurútgáfa
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu hefur forkaupsrétt að verki þegar höfundasamningur fellur úr gildi. Stofnunin skal
hafa frumkvæði að viðræðum ef um endurútgáfu verður að ræða. Þá gera samningsaðilar
endurútgáfusamning um áframhaldandi útgáfu þar sem m.a. er kveðið á um útgáfuform, þær breytingar
sem æskilegt þykir að gera á verkinu og greiðslur.
Séu gerðar breytingar á efni hvort sem er við endurútgáfu efnis eða á samningstíma skal höfundi greitt
sérstaklega fyrir vinnuframlag vegna slíkra breytinga.
Við endurútgáfu skal miða við útgáfudag efnis.
Verði samkomulag um að útgefandi kaupi útgáfuréttinn að verkinu óbreyttu eftir tíu ár skulu greiðslur
vera sem hér segir: Fyrir fyrstu fjögur ár í endurútgáfu greiðast 7,5% af upphaflegri greiðslu árlega, 5%
árlega fyrir næstu tvö ár, 2,5% árlega fyrir næstu níu ár, fyrir hvert ár í endurútgáfu umfram þau 15 sem
þegar hafa verið talin greiðast 1,5% af upphaflegri greiðslu árlega. Greiðslur vegna endurútgáfu skulu
taka mið af verðlagsvísitölutengdum breytingum og greiðast því á þeim taxta sem í gildi er þegar
samkomulag um endurútgáfu er undirritað.
Fyrir 11 – 14 ár 7,5% hvert ár
Fyrir 15 – 16 ár 5,0% hvert ár
Fyrir 17 – 25 ár 2,5% hvert ár
Fyrir umfram 25 ár 1,5% hvert ár
Náist ekki samkomulag um endurútgáfu eða endurskoðun verksins að samningstíma liðnum er
útgefanda heimilt að nota verkið óbreytt í tvö ár eftir að samningstíma lýkur gegn þóknun til höfundar
sem nemur samtals 15% af því sem upphaflega var greitt fyrir verkið að teknu tilliti til vísitölutengdra
breytinga.
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu hefur ekki heimild til að dreifa efni eftir að samningstíma lýkur án samráðs við
höfund og með samþykki hans. Hyggist stofnunin dreifa prentuðu efni meðan birgðir endast ber henni
að upplýsa höfund um hvenær það var síðast prentað og hver birgðastaðan er við lok samnings.
Lok útgáfuréttar gildir jafnt um efni sem er í prentuðu formi sem og vefefni sem er aðgengilegt á vef
útgefanda. Miðstöð menntunar og skólaþjónustu ber að tilkynna höfundi þegar og ef námsefni er tekið af úthlutunarlista
eða af vef stofnunarinnar á samningstíma.
8. gr. Endurbirting
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu er heimilt að birta efni úr ritum sem áður hafa verið gefin út á hennar vegum.
Stofnuninni er skylt að fá leyfi höfundar til að birta eftir hann efni og sýna höfundi af því eina próförk ef
þess er óskað. Höfundur skal jafnan fá eintak af bók þar sem birt er efni eftir hann.
Um þóknun fyrir umrædd afnot skal samið hverju sinni (sjá þó II. kafla höfundalaga nr. 73/1972).
III. KAFLI – TÚLKUN, GILDISTÍMI OG UPPSÖGN SAMNINGS
9. gr. Túlkun samnings
Höfundalög nr. 73/1972 gilda til fyllingar á samningi þessum og réttarsambandi aðila.
10. gr. Vanefndir samnings
Telji annar hvor aðili samningsins að hinn aðilinn hafi vanrækt samninginn skal beina skriflegri áskorun til
gagnaðila um að bæta úr vanefndinni, skv. 17. gr. höfundasamnings.
11. gr. Gildistími og uppsögn samnings
Rammasamningur þessi gildir til tveggja ára. Hafi samningnum ekki verið sagt upp formlega með þriggja
mánaða fyrirvara framlengist hann til árs/um eitt ár í senn.
Samningur þessi er gerður í tveimur samhljóða eintökum og varðveitir hvor aðili fyrir sig sitt eintak af
samningi.
Kópavogi, 9. janúar 2023
S S
F.h. Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu
Þórdís Jóna Sigurðardóttir,
forstjóri
F.h. Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og
kennslugagna
Gunnar Þór Bjarnason,
formað