Samkomulag Google við APA og Writers Guild

 

 

Ágætu félagar, eins  og gerð var grein fyrir á stjórnarfundi Fjölís gerði Google fyrir áramótin samkomulag við APA ( American Publishers Association ) og Writers Guild ( Ameríska rithöfundarsambandið ) vegna málaferla sem þeir höfðu höfðað gegn Google út af Google library project. “ Projecktið´” gekk út á að skanna inní grunna Goggle allar bækur í fjölmörgum amerískum bókasöfnum. Það var gert án samþykkis rétthafa sem leiddi til málaferla samtaka rithöfunda og útgefenda í formi svokallaðar “class action law suit” þar sem stefnt er fyrir alla sem eiga mögulegan rétt.

Gerð var sátt í málinu og verið er að vinna að kynningu sáttarinnar af amerísku fyrirtæki sem á að koma út upplýsingum um málið til “ allrar heimsbyggðarinnar “ en sá aðili sem sér um þetta er fyrirtækið

Kinsella/Novak Communications LLC

2120 L Street, NW Suite 860

Washington, DC 20037. Starfsmenn hennar sem eru ábyrgar fyrir málinu eru:

 Belinda Bulger

b.bulger@kinsella-novak.com, +1-202-379-1165

Danielle West

d.west@kinsella-novak.com, +1-202-379-1164

 Um sáttina sjálfa hefur verið sett upplýsingaveita sem er; www.googlebooksettlement.com.

 Frekari upplýsingar um sáttina eru síðan fáanlegar á www.kinsella.com/googlenoticeresources (Login: googlenotice, Password: IFRROmember).

 Í megin atriðum skiptir tvennt máli eða í fyrsta lagi ef höfundar eiga verk sem hafa verið skönnuð eiga þeir rétt á greiðslum ( ekki miklar ) og höfundar sem tilkynna að þeir vilji ekki að sitt efni verði hluti af gögnum google geta krafist þess að verk sín verði fjarlægð.

 Þessum upplýsingum er hér með komið á framfæri og rétt að árétta að eingöngu er um að ræða prentuð útgefin verk og að samkomulagið náði ekki til myndverka.

Halldór Þ. Birgisson , formaður  Fjölís