Þróunarsjóður námsgagna hjá Rannís auglýsir eftir umsóknum – til 31. jan. kl. 16

Þróunarsjóður námsgagna er í umsókn Rannis  Á heimsíðu sjóðiins er auglýsing þar sem segir: 

 

Fyrir hverja?

Kennara, höfunda námsefnis og útgáfufyrirtæki.

Til hvers?

Gerð námsefnis fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla. Stefna sjóðsins er að námsefnið sem styrkt er, verði gefið út með rafrænum hætti og gert aðgengilegt á netinu, þegar við á. Stjórn Þróunarsjóðs námsgagna hefur ákveðið að skipta styrkumsóknum í tvennt frá og með úthlutunarlotu ársins 2019. Áfram verður hægt að sækja um almennan þróunarstyrk fyrir allt að 2,0 milljónir króna, en nú verður einnig hægt að sækja um þróunar- og útgáfustyrk fyrir allt að 4,0 milljónir króna. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að veita að hámarki tveimur umsóknum þennan hámarksstyrk, að skilyrðum settum (sjá nánar kafla um skilyrði úthlutunar og forgangsatriði hér að neðan).

Umsóknarfrestur

Opið verður fyrir umsóknir til fimmtudagsins 31. janúar 2019 kl. 16:00.

Sjá link á auglýsingu og umsóknarsvæðið: http://​https://www.rannis.is/sjodir/rannsoknir/throunarsjodur-namsgagna/