Þróunarsjóður námsgagna auglýsir eftir umsóknum – til 31. janúar kl. 16.

Í sjóðinn geta sótt kennara, höfunda námsefnis og útgáfufyrirtæki sem koma að gerð námsefnis fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla. Stefna sjóðsins er að námsefnið sem styrkt er, verði gefið út með rafrænum hætti og gert aðgengilegt á netinu, þegar við á. Stjórn þróunarsjóðs námsgagna hefur ákveðið að hækka styrkupphæðir sjóðsins frá og með úthlutunarlotu ársins 2018. Nú er hægt að sækja um styrk að hámarki 2,0 milljónir króna. Umsóknarfrestur er til miðvikudagsins 31. janúar kl. 16:00. Rannís hefur umsýslu með sjóðnum. Sjá nánari upplýsingar á  rannis.is  og https://www.rannis.is/sjodir/rannsoknir/throunarsjodur-namsgagna/umsoknir-og-eydublod/