Þróunarsjóður námsgagna auglýsir eftir umsóknum til 15. janúar

 

 

Þróunarsjóður námsgagna starfar samkvæmt lögum um námsgögn (nr. 71/2007) og

reglugerð um þróunarsjóð námsgagna (nr. 1268/2007). Hlutverk sjóðsins er að stuðla að

nýsköpun, þróun, gerð og útgáfu námsgagna fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla í því

markmiði að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda

og skóla.  

 

Fyrir árið 2014 nýtur forgangs efni sem styður við skilgreinda lykilhæfni í aðalnámskrá

grunn- og framhaldsskóla og skilgreind námssvið í aðalnámskrá leikskóla. Fjárveiting sjóðsins er ákveðin á fjárlögum hvers árs. Þróunarsjóður námsgagna hafði  46 milljónir króna til ráðstöfunar árið 2013. Hægt er að sækja um styrk allt að 1,5 milljónum.

 

Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2014.

 

http://rannis.is/menntun-og-menning/throunarsjodur-namsgagna/

 

 

Nánari upplýsingar veitir:

Andrés Pétursson
Sérfræðingur│Senior expert
Menntaáætlun ESB│The Icelandic LLP National Agency
Rannsóknamiðstöð Íslands – Rannís │The Icelandic Centre for Research – RANNÍS
Dunhaga 5
IS-107 Reykjavík, Iceland
Sími│Tel: +354-515 5832