Ráðstefna um þróun höfundaréttar

FJÖLÍS, IFRRO (International Federation of Reproduction Rights Organisation) og lagadeild Háskólans í Reykjavík standa fyrir ráðstefnu mánudaginn 28. apríl n.k. frá kl. 08:30-17:00 á Radisson SAS Hótel Sögu.

 

Mánudaginn 28. apríl verður haldin hér á landi ráðstefna um þróun höfundaréttar.Ráðstefna um höfundarétt í Evrópu – samspil höfundaréttar við varðveislu og aðgang að menningu og þekkingu. (Heiti á ensku: In Meeting with European Initiatives).
Ráðstefnan fer fram á ensku. Ráðstefnugjald er kr. 5.500.- innifalinn hádegisverður og kaffi.
Hátíðarkvöldverður kr. 9.500.- Þátttaka tilkynnist fyrir föstudaginn 18. apríl n.k. til Fjölís: fjolis@fjolis.is.

Frekari upplýsingar veitir Elín Helgadóttir framkvæmdastjóri Fjölís í síma 511 221
Fundarstjóri verður Rán Tryggvadóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík

Dagskrá:
08:30 Skráning
09:00 Setning ráðstefnu
09:30 Aðgangur að þekkingu (Access to knowledge) P. Bernt Hugenholtz, prófessor við lagastofnun Háskólans í Amsterdam (IviR), Tilman Lüder, yfirmaður höfundaréttarsviðs EB (EC, Head of Knowledge- based and Copyright Unit)
10.15 Kaffi
10.16 – 10:45 Pallborðsumræður og almennar fyrirspurnir
12:30 Hádegisverður á Radisson SAS Hótel Sögu
14:00 Yfirfærsla menningararfsins á stafrænt form (Digitising the European Cultural Heritage)
o Helge Sønneland, sérlegur ráðgjafi í norska menningarmálaráðuneytinu um höfundarétt,
o Benjamin White, forstöðumaður hugverkadeildar breska Landsbókasafnsins
o Olav Stokkmo, framkvæmdastjóri IFRRO
15:15 Kaffi
15:45 Pallborðsumræður og almennar fyrirspurnir
17:00 Ráðstefnulok
18:30 Móttaka í Háskólanum í Reykjavík
20:00 Hátíðarkvöldverður í Perlunni

Að ráðstefnunni standa auk Fjölís, IFRRO (International Federation of Reproduction Rights Organisation) og Háskólinn í Reykjavík.