Þrjátíu og fimm verkefni hlutu starfsstyrk Hagþenkis

""

Auglýst var eftir umsóknum um starfsstyrki í apríl og barst 71 umsókn. Samtals var sótt um 36 milljónir króna. Til ráðstöfunar voru 14 milljónir og 35 verkefni fengu úthlutað styrk. Tíu fengu hæsta styrk 600.000 kr., fjögur 400.000 kr., eitt verkefni fékk 380.000 kr., eitt 320.000 kr. og nítján fengu 300.000 kr. Þá hlutu tveir umsækjendur handritsstyrk en sex umsóknir bárust. Í úthlutunarnefnd ársins 2013 voru: Arnþór Gunnarson, Hilmar Malmquist og Rannveig Lund.

 

Eftirfarandi höfundar og verkefni hlutu starfsstyrk til ritstarfa:

Bára Baldursdóttir, Útverðir þjóðernisins,  600.000
Daisy Neijmann, Stríð og ævintýri – íslenskar hernámssögur, 600.000
Eiríkur Bergmann,  Iceland and the International Financial Crisis:Boom, Bust, 600.000
Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir, Íslenskt landslag: Fagurfræði og verndargildi, 600.000
Gunnar Hersveinn, Ímyndir og fordómar – kennslubók í gagnrýnni hugsun, 600.000
Gunnar Hjálmarsson, Blue Eyed Pop – The history of popular music in Iceland, 600.000
Margrét Elísabet Ólafsdóttir,  Máttur fiðlunnar: Steina og vídeólistin, 600.000
Sigrún Júlíusdóttir, Rannsókn um skilnað, foreldrasamstarf og kynslóðatengsl, 600.000
Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir, Ævisaga Skúla Magnússonar landfógeta, 600.000
Þorvaldur Kristinsson, Saga samkynhneigðra á Íslandi, 600.000
Ingibjörg Símonardóttir, Viðbótarspurningar í borðspilið Orðabelg, 400.000
Kolbrún Svala Hjaltadóttir og Oddur Sigurðsson, Heimskautavísindi inn í skólastofuna, 400.000
Kristín Aðalsteinsdóttir, Lífsfylling. Nám á fullorðinsárum, 400.000
Úlfhildur Dagsdóttir, Myndasagan, 400.000
Auður Aðalsteinsdóttir og Ásta Gísladóttir, Spássían – menningartímarit, vor/sumarhefti 2013, 380.000
Gunnþóra Ólafsdóttir, Að ferðast um náttúru Íslands, 320.000
Bjarni Reynarsson, Þróun og skipulag borga með áherslu á Reykjavík, 300.000
Bragi Halldórsson, Íslensk ævintýri frá miðöldum, 300.000
Garðar Baldvinsson, Alfræði íslenskra bókmennta og bókmenntafræða, 300.000
Guðrún Elsa Bragadóttir, Miðlunarvandinn, 300.000
Guðrún Harðardóttir, Steinþró og stöpull – listbirting á sjálfsmynd Páls biskups, 300.000
Guðrún Ingólfsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir, Bókmenntasaga Jóns Ólafssonar úr Grunnavík, 300.000
Guja Dögg Hauksdóttir Högna Sigurðardóttir, arkitekt – efni og andi í byggingarlist, 300.000
Gunnar Þór Bjarnason, Nachrichten von Island eftir Johann Anderson, 300.000
Hjörleifur Guttormsson, Ritstjórn og umsjón með bókinni Í spor Jóns lærða, 300.000
Jón Bergmann Kjartansson – Ransu, Málverkið sem slapp út úr rammanum, 300.000
Jónas Knútsson, In Catilinam, 300.000
Nanna K. Christiansen og Edda Kjartansdóttir, Krítin, spjall um skólamál, veftímarit, 300.000
Ragnheiður Björk Þórsdóttir, Listin að vefa, 300.000
Sigrún Helgadóttir,  Ævisaga Sigurðar Þórarinssonar, jarðfræðings, 300.000
Torfi K. Stefánsson Hjaltalín, Eintal sálarinnar. Guðræknilegar bókmenntir á lærdómsöld, 300.000
Viðar Hreinsson, Að kunna jörð og berg að opna og aftur að lykja, 300.000
Vigfús Geirdal, Vigfús Grænlandsfari – Með Koch og Wegener yfir Grænland 1912, 300.000
Þorleifur Friðriksson, Evrópskar hulduþjóðir, 300.000
Þorsteinn Helgason, Minning og saga í ljósi Tyrkjaránsins, 300.000

Samtals: 14.000.000

Handritsstyrkir
Eggert Þór Bernharðsson,  Fréttaskot úr fortíð – 10 örmyndir, 300.000
Kári G. Schram,  Brot úr sögu Þórðar Halldórssonar frá Dagverðará, 300.000

Samtals: 600.000