ReykjavíkurAkademían, rannsóknarstofnun sjálfstætt starfandi fræðimanna, óskar eftir framtíðarhúsnæði til leigu frá 1. apríl n.k. Húsnæðið þarf að bjóða upp á fjölbreytta skrifstofuaðstöðu, rými fyrir bókasafn auk aðstöðu fyrir fundi og fyrirlestra. Einnig þarf húsnæðið að vera miðsvæðis í Reykjavík og ekki undir 1000 fm að stærð. Nánari upplýsingar fást á veffanginu www.akademia.is, netfanginu ra@akademia.is og í síma 5628561 frá 10-14 alla virka daga.