PEN – FUNDUR UM RITSKOÐUN/ÞÖGGUN/SJÁLFSRITSKOÐUN

 

 

FUNDUR UM RITSKOÐUN/ÞÖGGUN/SJÁLFSRITSKOÐUN

 PEN á Íslandi stendur fyrir fundi sunnudaginn 8. mars í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnins klukkan 14:00 um ritskoðun/þöggun/sjálfsritskoðun.
 
Í umræðum síðustu vikna um „endurreisn Íslands“ hefur það sjónarmið verið áberandi að lykilatriði sé í þeirri endurreisn að lögð verði rækt  við gagnkvæm skoðanaskipti, byggð á hreinskilni og hugrekki, en ýmsir telja að ein höfuðorsök hrunsins sé  skortur á slíkri hefð í okkar unga lýðveldi. 

Hefur hér ríkt þögul ritskoðun? Hefur átt sér stað þöggun gagnvart þeim sem hafa haft efasemdir um viðtekin sannindi? Hafa fjölmiðlamenn ástundað sjálfsritskoðun af ótta við eigendur eða voldug hagmunaöfl? Veldur fámennið hér landlægri hlífisemi við kunningja? Búa Íslendingar við skort á lýðræðishefð, umræðuhefð og eðlilegri valddreifingu þegar kemur að því að taka ákvarðanir sem hafa áhrif á líf allra landsmanna? Getur verið að skoðanakúgun hafi viðgengist í öllum greinum þjóðfélagsins? 

 
Framsögumenn verða: dr. Herdís Þorgeirsdóttir, prófessor við Háskólann á Bifröst og Sigmundur Ernir Rúnarsson, rithöfundur og fyrrverandi fréttastjóri 365 miðla.
 
Í pallborði verða ásamt framsögumönnum: Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og ritstjóri, Hallgrímur Helgason, rithöfundur og dr. Lára Magnúsardóttir, sagnfræðingur.
 
Fundarstjóri: Sjón
 
PEN á Íslandi er deild í International PEN, alþjóðasamtökum sem berjast fyrir tjáningarfrelsi rithöfunda og framgangi ritmenningar sem lykilafli í friðsömum samskiptum þjóða, samfélagshópa og einstaklinga.
 
 

 — — — — — — — — — — —

PEN á Íslandi / Icelandic PEN
PO BOX 161
121 Reykjavík
ICELAND

 

  •