Nýr rammasamningur Hagþenkis og Menntamálastofnunnar

Þann 16. janúar 2023 tekur gildi nýr rammasamningur á milli Hagþenkir, félags höfunda fræðirita og kennslugagna og Menntamálastofunnar um kjör námefnishöfunda sem starfa fyrir hönd Menntamálastofnunnar á grundvelli verkefnaráðningar.  Upphæðir samningsins eru uppfærðar 1. ágúst ár hvert miðað við verðlagsvísitölu. 

Samninginn undirrituðu Gunnar Þór Bjarnason formaður Hagþenkis og Þórdís Jóna Sigurðardóttir forstjóri Menntamálastofnunnar. Í samninganefnd fyrir hönd Hagþenkis voru: Kolbrún Svala Hjaltadóttir, formaður,  Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen. Þeim til ráðgjafar voru Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður hjá Rétti og Friðbjörg Ingimarsdóttir framkvæmdastýra og stjórn Hagþenkis. 

Fyrir hönd Menntamálastofnunnar voru í samninganefndinni: Thelma Clausen Þórðardóttir, Katrín Friðriksdóttir,  Harpa Pálmadóttir og Helga  Óskardóttir. 

Rammasamningurinn er birtur efst á heimasíðu Hagþenkis  – Samningar og taxtar.