Nýr samningur IPA og Corbis myndasafnsins

 

Um áramótin náði fyrirtæki, IPA – Icelandic Photo Agency, samningum um 30% afslátt af listaverði mynda sé um að ræða notkun fyrir námsbækur, námsgögn og fræðibækur ætlaðar til kennslu og/eða fræðslu. Á þessi verðlagning við um allar myndir á Corbis og IPA Images, nema það sé takmörkun frá höfundarrétthafa sjálfum s.s. lágmarksgjald og/eða önnur takmörkun.
 
Corbis er leiðandi myndasafn á heimsvísu með yfir 100 milljónir ljósmynda, málverka og teikninga. Safnin spannar marga þætti, allt frá sígildri list, sögu 20. aldar í ljósmyndum, kvikmyndasöguna í myndum, nútímalist, samtímaljósmyndun, tísku, fólk, tæknimyndir og teikningar og fl.
Corbis myndasafnið er aðgengilegt á netinu á slóðinni www.corbis.com.
IPA myndasafnið er á slóðinni www.ipaimages.com.
IPA er umboðsaðili og sér um afgreiðslu og aðstoðar við myndaleit. Mælt er með að fólk hafi samband við IPA til að fá leiðbeiningar.