NFF ráðstefnan og fundur norrænu fræðibóka- og kennslugagnahöfunda

NFF ráðstefna norrænu fræðibóka- og kennslugagnahöfunda var haldin 17. nóvember í Reykjavík  en fyrsti NFF fundurinn var haldinn á Gotlandi árið 2003. Nú var það Hagþenkis að sjá um dagskrá og komu 17 þátttakendur frá Norðurlöndum. Þjóðminjasafn Íslands lagði ráðstefnunni til húsnæði.
Þema ráðstefnunnar var „Faglitteratur, læremidler og forskning" og hélt Þorsteinn Helgason dósent á menntavísindasviði aðalerindi undir yfirskriftinni „Läromedelsforskning i Lilleputland – med sikte på Norden och Europa“.

 

Per Björgel hélt erindi um rannsóknarráð sænsku kennslugagnasamtakanna, SLFF. Síðari hluta dagsins var haldinn samráðsfundur félaganna og farið yfir stöðu þeirra og hagsmunabaráttu og voru inntökuskilyrði í félögin og framtíðarsýn tekin fyrir sérstaklega.
Þann 16. nóvember fengu gestir ráðstefnunnar kynninu á veforðabókinni Íslex í húsnæði Stofnunnar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og að henni lokinni stóðu Hagþenkir og norrænu sendiráðin að móttöku.