Þriðjudaginn 26. febrúar kl. 16 -18 verður haldið málþing í ReykjavíkurAkademíunni um fræðirit, stöðu þeirra og hlutverk. Jón Ólafsson prófessor á Bifröst mun m.a. fjalla um tilnefningar Hagþenkis og Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður RIKK og Viðar Þorsteinsson, heimspekingur, ræða stöðu fræðirita í samfélaginu. Í lokin verða pallborðsumræður. Málþingið er hluti af átaki Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, til kynningar á fræðiritum.