Hlutverk Miðstöðvar íslenskra bókmennta er að efla bókmenningu á Íslandi, kynna íslenskar bókmenntir erlendis og stuðla að aukinni útbreiðslu þeirra. Kynningarstarf Miðstöðvar íslenskra bókmennta erlendis felst m.a. í þátttöku á helstu bókasýningum og innanlands styður miðstöðin bókmenntakynningu og bókmenningu með samstarfi við fjölmarga innlenda aðila og með sérstökum átaksverkefnum. Mikilvægur þáttur í starfi Miðstöðvar íslenskra bókmennta er úthlutun styrkja til útgáfu innanlands og þýðinga á íslensku og á erlend mál. Jafnframt eru veittir ferðastykir höfunda sem og dvalarstyrkir fyrir þýðendur úr íslensku í samstarfi við Rithöfundasamband Íslands.
Sjá heimasíðu Miðstöðvar íslenskra bókmennta http://http://www.islit.is/ og þar er hægt að gerast áskrifandi að fréttabréfi stofnunarinnar.