Ályktun WALTIC-ráðstefnunnar í Istanbul 2. – 5. sept. 2010

Ályktun WALTIC-ráðstefnunnar 2010:  KRAFIST ER TAFARLAUSRAR FRELSUNAR RITHÖFUNDA SEM NÚ SÆTA FANGELSUN OG ÓLÖGMÆTRI  FRELSISSVIPTINGU VÍÐA UM HEIM!

Nú við lok fyrsta áratugar tuttugustu og fyrstu aldar eiga þegnarnir sífellt meir undir högg að sækja vegna stjórnmálahugmynda og kúgunaraðgerða stjórnvalda. Brot á grundvallarmannréttindum og tjáningarfrelsi hafa orðið til þess að hundruð rifhöfunda, skálda, bókmenntaþýðenda, bloggara og blaðamanna hafa verið sett í fangelsi án neinna möguleika til að leita réttar síns.

 

Ítalski heimspekingurinn Giorgio Agamben hefur notað hugtakið undantekningarástand („state of exception“) til að beina athygli að stjórnvaldsaðgerðum sem fela í sér afnám grundvallarréttinda í nafni neyðarréttar (vegna samfélagsumbrota, kreppu, náttúrhamfara, hryðjuverka, o.sv.frv.). Í undantekningarástandinu verður fangelsið norm og líf fangans, í augum dómsvalda, eins konar „menningarsnauð tilvera“ eða „einber líkami“ („bare life“) án nokkurra réttinda.

"http://fraedi.is/fckeditor/editor/images/spacer.gif""http://fraedi.is/fckeditor/editor/images/spacer.gif"Þöggun hins talaða og ritaða máls heftir möguleika þjóðfélags til að blómgast og dafna. Hundruð manna í fangelsum um allan heim verða að þola harðræði og hótanir, sumir eru einfaldlega látnir hverfa eða eru myrtir. Vegna misréttis kynja um allan heim leggur WALTIC áherslu á að kvenrithöfundar kunni að búa við enn meira harðræði.

 

Í áskoruninni eru allir hvattir til að leggja sitt af mörkum með því að mótmæla og krefjast þess af viðkomandi stjórnvöldum og dómstólum að þeir leysi úr haldi fanga sem sviptir hafa verið frelsi sínu að ósekju.

Formaður Hagþenkis, Jón Yngvi Jóhannsson og Kristín Steinsdóttir sóttu ráðstefnuna ásamt framkvæmdastjórum félaganna, Friðbjörgu Ingimarsdóttur og Ragnheiði Tryggvadóttur.

WALTIC hefur heimasíðu, www.waltic.com og er á fésbók.

Næsta ráðstefna WALTIC verður haldin 2012 en sú fyrsta var haldin í Stokkhólmi árið 2008