Leiðbeiningar til umsækjanda

Sótt er um í gegnum heimasíðu Hagþenkis – Innskráning efst til hægri. Hver og einn umsækjandi stofnar varanlegan aðgang fyrir sig með því að setja þar inn netfang og búa sér til leyniorð. Við skráningu i fyrsta sinn þarf að velja – nýskráning.  

Umsækjendur um þóknanir þurfa að rökstyðja umsókn sína, það er að segja það tap sem þeir sem höfundar hafa orðið fyrir vegna ljósritnunar eða stafrænnar skönnunar/eftirgerðar og tilgreina stofnanir, skóla og námskeið sem um er að ræða. Stjórn Hagþenkis metur umsóknir út frá rökstuðningi umsækjenda og ætluðu tjóni hans. Stefnt er að því að greiða út þóknanir í október.