Þegar sótt er um styrk þarf að nota rafræn eyðublöð sem eru í dálknum til vinstri á heimasíðunni og vinsamlegast skoðið einnig úthlutunarreglurnar sem eru undir hnappnum Styrkir og þóknanir. Þegar þú sækir um og hefur vistað og sent umsóknina verður til kennimark umsóknarinnar og þú færð það sent í tölvupósti og það gildir sem staðfesting.
Kennimarkið er samansett úr tölum og táknum. Hver einasta umsókn á sérstakt kennimark og með því er hægt að opna umsókn eftir að hún hefur verið send. Sjá stöðu umsóknar og hvort umsókn hefur verið samþykkt. Ef fleiri en einn umsækjandi er um sama verkefnið skal hver og einn sækja um en tilgreina meðhöfunda.
Umsækjendum um ferða- og menntastyrk ber að senda inn rafræna skilagrein vegna ferðastyrks og með henni fylgiskjöl svo sem flugfarseðil og annað. Sja úthlutunarreglur undir hnappnum styrkir og þóknanir.
Stefnt er að því að greiða út samþykkta ferða- og menntastyrki 1. júní en starfsstyrki til ritstarfa 1. júlí eins og verið hefur.