Leiðbeiningar vegna umsókna og um kennimark

Vinsamlegast athugið að þegar sótt er um er stofnuð ný umsókn og þegar hún opnast og þú vistar hana færðu sent kennimarkið hennar sem er runa af hástöfum og tölum. Með kennimarkinu er hægt að opna umsóknina og breyta þar til umsóknarfresti lýkur.Kennimarkið gildir sem kvittun og staðfesting á að umsókn hafi borist. Til að sá netpóstur frá Hagþenki lendi síður í ruslboxi  er mikilvægt að umsækjendur skrái netfang Hagþenkis sem adressu í tölvuna sína. Netfangið er hagtenkir@hagthenkir.is. Búast má við svörum um og eftir miðjan október.