Leiðbeiningar til umsækjanda

 

Vinsamlegast athugið að þegar sótt er um er stofnuð ný umsókn á þar til gert eyðublað í gegnum heimasíðu Hagþenkis. Þegar hún er vistuð á umsækjandi að fá sent í tölvupósti kennimark umsóknarinnar sem er runa af hástöfum og tölum. Með því er hægt að opna umsóknina og breyta þar til umsóknarfresti lýkur. Kennimarkið gildir sem kvittun og staðfesting á að umsókn hafi borist. Til að sá netpóstur frá Hagþenki lendi síður í ruslboxi  er mikilvægt að umsækjendur skrái netfang Hagþenkis, hagthenkir@hagthenkir.is í tölvuna sína. 

Vinsamlegast skoðið reglur um starfsstyrki áður en sótt er um en þær eru að finna undir bláa flipanum til vinstri á síðunni. sem heitir STYRKIR OG ÞÓKNANIR.  Ferða- og menntastyrkir eru eingöngu fyrir félagsmenn og einungis hægt að sækja um fyrir ferð eftir að ferð hefur verið farið.

Styrkveitingar verða tilkynntar og greiddar út seinnipartinn í júní en ferða- og menntastyrkir í maí.