Leiðbeiningar til umsækjanda – vinsamlegast lesið reglurnar

 

Vinsamlegast athugið að þegar sótt er um styrk er stofnuð ný umsókn í gegnum heimasíðu Hagþenkis og á þar til gert eyðublað. Fyllið .þarf út alla stjörnumerkta reiti og vistið umsóknina eftir að þeir reitir hafa verið fylltir út. Sjá hnappinn vista neðst í umsóknareyðublöðunum sem kemur í staðinn fyrir send. Þegar umsókn er vistuð skráist hún og á umsækjandi að fá sent í tölvupósti sínum KENNIMARK umsóknar sinnar, sem er runa af hástöfum og tölum. Hver og ein umsókn fær sitt sérstaka kennimark. Með því er hægt að opna umsóknina og breyta henni, þar til umsóknarfresti lýkur.
Kennimarkið gildir sem kvittun og staðfesting á að umsókn hafi borist.

Til að netpóstur frá Hagþenki lendi síður í ruslboxi umsækjanda er mikilvægt að umsækjendur skrái netfang Hagþenkis, hagthenkir@hagthenkir.is í tölvuna sína og áður en ferlið hefst.

Vinsamlegast skoðið reglur um starfsstyrki og ferða- og menntastyrki áður en sótt er um. Þær eru að finna undir bláa flipanum til vinstri á síðunni sem heitir STYRKIR OG ÞÓKNANIR – UPPLÝSINGAR.

Varðandi fylgiskjöl, athugið að hámarkstærð hvers viðhengis er 30 megabæti og það ætti að duga. Stærri fylgiskjölum en það, er hægt að skila til skrifstofu Hagþenkis, en hún er lokuð, 10-19. apríl, vegna starfa erlendis. Kassi verður fyrir utan skrifstofu Hagþenkis og hægt að leggja í hann gögn. Framkvæmdastýra Reykjavíkur/Akademíunnar tekur þau til handargagns og kemur inn á skrifstofu Hagþenkis í lok vinnudags.

Í úthlutunarráðum Hagþenkis, hvoru um sig, sitja þrír félagsmenn til tveggja ára i senn og ráðin ákvarða hvaða umsóknir hljóta styrk.

Starfsstyrkir verða tilkynntar í maí og stefnt að því að greiða þá út um mánaðamót maí og júní að öllu forfallalausu.
Ferða- og menntastyrkir eru afgreiddir af stjórn Hagþenkis og stefnt að því að greiða þá út í maí að öllu forfallalaus.