Leiðbeiningar til umsækjanda um styrki Hagþenkis

Á heimasíðu Hagþenkis, á slánni til vinstri, eru úthlutunarreglur fyrir starfsstyrki til ritstarfa og ferða- og menntastyrki en þeir síðarnefndu eru eingöngu fyrir félagsmenn Hagþenkis.

 

Sótt er um styrki á þar til gerðum eyðublöðum í gegnum heimasíðu Hagþenkis. Þegar sótt er um stofnast sérstakt kennimark umsóknarinnar og þegar umsókn er vistuð á umsækjandi að fá kennimarkið sent í tölvupósti og er það staðfesting og sönnun að umsóknin hafi borist til Hagþenkis. Með kennimarkinu er hægt að opna umsóknina aftur, laga og breyta eftir þörfum eða þar til umsóknarfrestur rennur út. Ef nokkir höfundar standa að umsókn er æskilegra að hver og einn sæki um fyrir sig, það er að segja ef skipta á upphæðinni á milli þeirra. Æskilegt er að senda sem fylgiskjal sýnishorn af kafla, en ekki með myndum, því þær geta orðið of þungar fyrir vefinn en bókum skal skila inn til skrifstofu Hagþenkis eða í pósthólf skrifstofunnar. 
Hagþenkir auglýsir eftir umsóknum um þóknanir á haustin og ferða- og menntastyrki, hina síðari.