Launasjóður rithöfunda auglýsir eftir umsóknum/ starfslaun listamanna

 

Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2012, í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009.

Starfslaun eru veitt úr sex sjóðum, þeir eru:

1.   launasjóður hönnuða
2.   launasjóður myndlistarmanna
3.   launasjóður rithöfunda
4.   launasjóður sviðslistafólk
5.   launasjóður tónlistarflytjenda
6.   launasjóður tónskálda

Auk starfslauna er sjóðunum heimilt að veita ferðastyrki.

Sækja skal um listamannalaun á vef Stjórnarráðsins, vefslóðin er:   https://umsokn.stjr.is/web/portal/home.html  umsóknarfrestur er til kl. 17.00, mánudaginn 3. október 2011.

Rafrænt umsóknareyðublað fyrir listamannalaun verður aðgengilegt innan tveggja vikna.

Fylgigögn með umsókn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast skrifstofu stjórnar listamannalauna, Hverfisgötu 54, 101 Reykjavík, fyrir  kl. 17.00, mánudaginn 3. október 2011, sé um póstsendingu að ræða gildir dagsetning póststimpils.

Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður umsókn því aðeins tekin til umfjöllunar að framvinduskýrslu vegna fyrri starfslauna hafi verið skilað til stjórnar listamannalauna, sbr. ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 57/2009.

Einungis er unnt að sækja um starfslaun fyrir sama verkefni í einn sjóð.

Samkvæmt 3. gr. laga nr. 57/2009 er stjórn listamannalauna heimilt að færa umsóknir á milli sjóða. Slíkt verður gert í samráði við umsækjanda.

 

Lög um listamannalaun og reglugerð er að finna á heimasíðu stjórnar listamannalauna: www.listamannalaun.is

Nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni í síma 562 6388.

Stjórn listamannalauna 18. ágúst 2011.