Launasjóður fræðiritahöfunda

Launasjóður fræðiritahöfunda auglýsir eftir umsóknum um starfslaun úr sjóðnum sem veitt verða frá 1. júní 2008. Rétt til að sækja um laun úr sjóðnum hafa höfundar alþýðlegra fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku. Meginhlutverk Launasjóðs fræðirithöfunda er að auðvelda samningu bóka, og verka í stafrænu formi, til eflingar íslenskri menningu. Starfslaun eru að jafnaði veitt til hálfs árs, en heimilt er að veita þau til allt að þriggja ára. Þeir sem hljóta starfslaun úr sjóðnum skulu ekki gegna föstu starfi meðan á starfslaunatímanum stendur. Starfslaun miðast við núgildandi kjarasamning Félags háskólakennara. Umsóknarfrestur er til 3. mars.

 

Nánari upplýsingar og eyðublöð fást á Rannsóknarmiðstöð Íslands ( Rannís) að Laugavegi 13, sími 5155800 eða á heimasíðu Rannís – WWW.rannis.is
Umsóknir sendist til:Launasjóður fræðirithöfunda. Rannís. Laugavegi 13. 101 Rvk.

Sjá nánari upplýsingar á heimasíðunni: http://www.rannis.is/sjodir/launasjodur-fraedarithofunda