Kynning á nýjum bókum eftir konur – Kellingarbækur

 Skilaboð frá Góuhópnum:

 

 

 Í fyrra mættu 870 gestir á Kellíngabækur, samkvæmt rafrænum teljara við inngang Gerðubergs. Þetta er því frábær vettvangur til að kynna nýútkomin ritverk – og forlögunum gefst kostur á að selja þarna bækur á tilboðsverði.

Upplestur úr barnabókum fer fram í Gerðubergssafni og þar verður einnig sýning á þeim bókum sem hlotið hafa Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, síðastliðin þrjú ár.

Upplestur úr bókum fyrir fullorðna verður að öllum líkindum í tveimur sölum og kaffistofan verður að sjálfsögðu opin.

Þessa helgi verða þar að auki í Gerðubergi tvær afar áhugaverðar sýningar tengdar bókmenntum.

 Ef út kemur bók eftir þig árið 2009 getur þú tekið þátt í kynningunni á þann hátt sem þú telur henta bókinni þinni best.

Viltu lesa upp úr henni, segja frá henni, sýna myndir úr henni, dreifa texta úr henni eða gera eitthvað allt annað og óvænt til að vekja athygli á ritsmíðinni? Gefðu hugmyndafluginu lausan tauminn!

Þú skráir þig til leiks með því að senda tölvupóst til Gerðubergs fyrir 9. nóvember.

Netfang: gerduberg@reykjavik.is

Gefðu upp titil bókarinnar, nafn þitt, netfang og símanúmer, ásamt lýsingu á hvernig þú vilt kynna verkið. Þarftu t.d. veggpláss, gólfpláss, borð, skjávarpa, píanó eða eitthvað annað?

 Notaðu tækifærið og komdu bókinni þinni á framfæri!

 

Bestu kveðjur,

Góuhópurinn