Kynning á tilnefndum ritum

Kynning á tilnefndum ritum til Viðurkenningar Hagþenkis. laugardaginn 24. febrúar kl. 13:00-15:00 í Borgarbókasafninu i Grófinni.
Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna hefur frá 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun
fræðilegs efnis til almennings. Viðurkenningarráð Hagþenkis, félagsmenn af mismundandi fræðasviðum, tilnefna 10 rit og höfunda þeirra. Viðurkenning Hagþenkis verður veitt um miðjan mars.