Iðunn Steinsdóttir og Ragnheiður Hermannsdóttir

 Þær Iðunn og Ragheiður eru báðar félagar í Hagþenki og f.h. félagsins er þeim óskað hjartanlega til hamingju.

 

Íslensku menntaverðlaunin voru afhent af forseta Ísland 8. júní. Lækjaskóli í Hafnarfirði fékk verðlaun fyrir að sinna vel nýsköpun eða farsælu samhengi í fræðslustarfi. Linda Heiðarsdóttir var heiðruð sem fulltrúi ungra kennara sem leggja mikla alúð, fagmennsku og metnað í störf sín – nemendum til heilla. Iðunn Steinsdóttir er handhafi menntaverðlaunanna 2010 í flokknum Höfundur námsefnis sem stuðlað hefur að nýjungum í skólastarfi  Og Ragnheiður Hermannsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir að hafa búið fjölmörgum börnum þroskavænlegt umhverfi og stuðlað að lífshamingju þeirra og velferð.