Íslenskt námsefni – hvað er til?

Samtök íslenskra menntatæknifyrirtækja, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, Kennarasamband Íslands, Félag íslenskra bókaútgefenda, Hagþenkir félag höfunda fræðirita og kennslugagna, Þróunarsjóður námsgagna, mennta og og barnamálaráðuneytið ásamt Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar kynna málstofuna, Íslensk námsgögn – hvað er til, mánudaginn 19. ágúst kl. 14-16. í Laugalækjarskóla sem stendur við Sundlaugarveg, 105 Reykjavík.

Hér er linkur á glærur og upptöku: https://www.si.is/frettasafn/vel-sott-malstofa-um-islenskt-namsefni

Á málstofunni býðst öllum sem koma að námsefnisgerð hér á landi tækifæri til að sýna hvað til er. Tilgangur málstofunnar er að auka umræðu um námsefnisgerð og mikilvægi þess fyrir íslenskt samfélag. Þátttakendur málstofunnar eru sérfræðingar sem allir brenna fyrir að skapa hágæða námsefni sem getur tryggt börnum jöfn tækifæri, ýtt undir aukin gæði kennslu og þannig aukið hæfni íslensks samfélags til framtíðar. Málstofan gefur tækifæri til að ræða mikilvægi fjölbreytts námsefnis sem ætlað er að styðja við inngildandi skólastarf auk þess að vekja athygli á skorti sem er á námsefni hér á landi.

Dagskrá 

13:30-17:00 Námsefni til sýnis frá fjölbreyttum aðilum fyrir leik-, grunn- og framhaldsskólastig

14:00 Ávarp – Ásmundur Einar Daðason,  mennta- og barnamálaráðherra

14:10 Námsgögn eru lykillinn – Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ

14:30 Bókaútgefendur – hornsteinar námsgagnaútgáfu – Heiðar Ingi Svansson, framkvæmdastjóri IÐNÚ útgáfu og formaður Félags íslenskra bókaútgefenda

14:40 Kennarinn í kennslustofunni – Guðbjörg Íris, kennari í Rimaskóla

14:50 Heimasaumaðar lausnir framhaldsskólanna – Súsanna Margrét Gestsdóttir, námsbrautarformaður Menntunar framhaldsskólakennara við Háskóla Íslands

15:00 Mikilvægi samfélagslegs frumkvæðis á landsbyggðinni – Huld Hafliðadóttir, forstöðukona og stofnandi STEM Húsavík og STEM Ísland

15:10 Nýsköpun í skólastarfi –  Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir, deildarstjóri Mixtúru, sköpunar- og upplýsingatæknivers skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur

15:20 Gervigreind kennd á íslensku og samræmt námsmat –  Héðinn Steingrímsson, stofnandi Skákgreind / Affekta

15:30 Námsefni til framtíðar – Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu

15:50 Framtíð námsgagnagerðar á Íslandi – Íris E. Gísladóttir, stofnandi Evolytes og formaður Samtaka menntatæknifyrirtækja á Íslandi

16:00

Kaffi og spjall, námsefni til sýnis fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla.

Fundarstjóri : Árni Árnasson, sviðstjóri þjónustu- og samskiptasviðs Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.