Hjörleifur Stefánsson hlýtur viðurkenningu Hagþenkis 2013

 

""

 

Viðurkenningu Hagþenkis 2013 hlýtur Hjörleifur Stefánsson fyrir ritið Af jörðu – Íslensk torfhús.

 

Í greinargerð viðurkenningarráðs Hagþenkis 2013 segir um bókina: Efnismikið og heilsteypt ritverk sem opnar augu lesandans fyrir þætti íslensku torfbæjanna í íslenskum menningararfi.  Stjórn Hagþenkis og viðurkenningarráð, góðir samkomugestir! Þær bækur sem tilnefndar voru til þessarar viðurkenningar eru hver annarri betri fræðirit um merkileg efni og sumar þeirra eru þar að auki fallegir prentgripir. Þegar bókin mín er talin skara fram úr slíku úrvali kitlar það óneitanlega hégómagirnd mína meira en ella. En viðurkenningin verður mér þó fyrst og fremst hvatning  til góðra verka.

Stór mannvirki eru þá oft talin merkilegri en lítil og glæsileg hús eru mikilvægari en hógvær. Ef eitthvað í verkmenningu er öðruvísi en hjá öðrum þjóðum þá er það miklu mikilvægara fyrir vikið. En hversdaglegur veruleiki almennings var ekki upphafinn í þessum skilningi. Torfið hélt yl í baðstofunni þar sem enginn hitagjafi var annar en líkamar manna og dýra. Við slíkar aðstæður var lífsnauðsyn að baðstofan væri þröngt setin og þá var lítil baðstofa betri en stór. 

Tímabært var orðið að fjalla um þá staðreynd að torfhús byggðu menn í öllum löndum umhverfis Norður-Atlantshaf um þær mundir sem Ísland byggðist og jafnvel fram undir lok 19. aldar. Torfhús eru nefnilega rétt, nauðsynleg og óumflýjanleg lausn á húsnæðisvanda almennings á norrænum slóðum við ákveðnar samfélagslegar aðstæður.

Ýmislegt bendir til þess að gangabæir svipaðir þeim íslenska hafi verið byggðir á Finnmörku í Norður-Noregi og í Múrmansk í Rússlandi frá því snemma á miðöldum og torfhús voru algeng þar fram á 20. öld. Torfhús voru einnig algeng í Skotlandi á 19. öld en voru að mestu horfin um miðja 20. öld.

Breyting er að verða á hugmyndum um minjavörslu. Stofnunum og einstaklingum sem gera sér far um að varðveita minjar frá torfhúsaskeiðinu hefur fjölgað. Byggðasafnið í Glaumbæ, Fornverkaskólinn, Byggðasafnið í Skógum og Íslenski bærinn eru stofnanir sem ýmist hafa snúið sér að varðveislu torfhúsa eða hafa beinlínis verið settar á stofn í því skyni að rannsaka handverkið og miðla þekkingu um það. Stórauknar fornleifarannsóknir á undanförnum tveimur áratugum hafa bætt miklu við þekkingu okkar á torfhúsum fyrri alda.

Þannig ættu auðvitað allar bækur að vera án þess þó að slakað sé á kröfum til innihalds.. 

Ég vissi af áhuga og metnaði Kritjáns B. Jónassonar útgefanda í Crymogeu til þess að gefa út bókverk. Og forlagið fékk góða bókagerðarmenn, Birnu Geirfinnsdóttur og Lóu Auðunsdóttur til þess að hanna bókina og Sól Hrafnsdóttir teiknari útfærði margar af teikningum bókarinnar af fagmennsku og smekkvísi.

Mörður Árnason íslenskufræðingur ritstýrði bókinni og miðlaði af textafræðilegri þekkingu sinni. Hann er auk þess þungavigtarmaður þegar kemur að efni bókarinnar vegna vinnu hans við bækur Harðar Ágústssonar, Íslensk byggingararfleifð og bækur um Laufás í Eyjafirði.  

Vinnan við bókina opnaði augu mín fyrir ákveðinni skekkju í umfjöllun íslenskra fræðimanna um híbýlamenningu þjóðarinnar. Það sem um hana hefur verið skrifað fjallar að langmestu leyti um húsakost þess minnihluta sem best hafði efnin og bjó við best kjör.

Viðurkennig Hagþenkis verður mér nú hvatning til þess að halda áfram. Mig langar til þess að rétta hluta þeirra sem minni efnin höfðu og búa til bók sem ekki skal verða síðri og á að fjalla um torfhúsaborgina Reykjavík á 19. öld, híbýli leiguliða og tómthúsmanna.