Höfundar tilnefndir til viðurkenningar Hagþenkis

 

 

2009

 

Aðalsteinn Ingólfsson                                                                                

Ásgerður Búadóttir: Veftir

Uppheimar

·         Vönduð listaverkabók sem er veglegur minnisvarði um ævistarf frumkvöðuls í veflist á Íslandi.

 

Árni Heimir Ingólfsson                                                       

Jón Leifs – Líf í tónum                                                                                 

FORLAGIÐ/Mál og menning

·         Hrífandi frásögn og gagnrýnin umfjöllun um líf og list stórbrotins tónskálds.

 

Guðrún Ása Grímsdóttir                                                    

Ættartölusafnrit Séra Þórðar Jónssonar í Hítardal. I – II

Háskólaútgáfan                                                                                          

·         Aðgengileg heimildaútgáfa og mikilvæg grundvallarrannsókn á uppruna, efni og rittengslum ættartölusafnrita 17. aldar.

 

Guðjón Ármann Eyjólfsson                                      

Vestmanneyjar – Ferðafélag Íslands árbók 2009

Ferðafélag Íslands

·         Lipur og lifandi túlkun í máli og myndum á samspili óblíðra náttúruafla særoks og eldvirkni við mannlífið í verstöðinni Vestmannaeyjum.

 

Gunnar Harðarson                                                              

Blindramminn á bak við söguna

Háskólaútgáfan                                                                                     

·         Frumleg og skýr greining á erlendum fyrirmyndum ýmissa viðtekinna hugmynda sem kenndar hafa verið við íslenska bókmennta- og hugmyndasögu.

 

Helgi Björnsson                                                                   

Jöklar á Íslandi

Bókaútgáfan Opna                                                                                           

·         Mögnuð bók um einstæð náttúrufyrirbæri þar sem saman fara vandaður texti og sjaldséð úrval ljós- og skýringamynda.

 

Pétur Gunnarsson                                                              

ÞÞ – Í forheimskunnar landi og ÞÞ í fátæktarlandi

FORLAGIÐ/JPV útgáfa                                                                                  

·         Brugðið skærri birtu á líf og lifnað eins helsta rithöfundar Íslendinga með þeirri alvörublöndnu kímni sem hæfir viðfangsefninu.

 

Sigrún Sigurðardóttir                                                         

Afturgöngur og afskipti af sannleikanum

Þjóðminjasafn Íslands

·         Nýstárleg túlkun á ljósmyndaarfi 20. aldar og menningarfræðileg greining á tengslum ljósmyndar og veruleika.

 

Sæunn Kjartansdóttir                                                        

Árin sem engin man

FORLAGIÐ/Mál og menning                                                                      

·         Fjallað af þekkingu og næmni um áhrif frumbernskunnar á börn og fullorðna og mikilvægi heilbrigðrar tengslamyndunar fyrir framtíðarvelferð einstaklingsins.

 

Hugrún Ösp Reynisdóttir

Saga viðskiptaráðuneytisins 1939-1994. Frá höftum til viðskipta   

Viðskiptaráðuneytið/Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands/Háskólaútgáfan

 

·         Varpar áhugaverðu ljósi á sögulegar forsendur umtal

 

2008

 

Aðalsteinn Ingólfsson

Elías B. Halldórsson. Málverk/Svartlist

Ritstjórn: Sigurlaugur Elíasson, Gyrðir Elíasson og Nökkvi Elíasson

Uppheimar

·         Klassísk listaverkabók þar sem fræðileg úttekt á verkum listamannsins ber frásögn af ævi hans uppi.

 

Guðmundur Eggertsson

Leitin að uppruna lífs. Líf á jörðu, líf í alheimi

Bjartur

·         Alþýðlegt fræðirit um leyndarmálið mikla, hvernig kviknaði líf á jörðu.

 

Guðný Helga Gunnarsdóttir og Guðbjörg Pálsdóttir

Átta-tíu, námsefnisflokkur í stærðfræði fyrir unglingastig

Námsgagnastofnun

·         Framsækið námsefni þar sem stærðfræðin er hagnýtt til túlkunar á umhverfi og samfélagi.

 

Hjörleifur Stefánsson

Andi Reykjavíkur

JPV útgáfa

·         Gagnrýnin umfjöllun um borgarskipulag Reykjavíkur, sett fram af fagmennsku og ást til borgarinnar.

 

Jón Ma. Ásgeirsson og Þórður Ingi Guðjónsson

Frá Sýrlandi til Íslands. Arfur Tómasar postula

Háskólaútgáfa

·         Ánægjulegt dæmi um afrakstur samstarfs tveggja fræðimanna af ólíkum fræðasviðum.

 

Kristmundur Bjarnason

Amtmaðurinn á einbúasetrinu. Ævisaga Gríms Jónssonar

Iðunn

·         Safarík frásögn af Grími amtmanni og umhverfi hans heima og erlendis

 

Ragnheiður Kristjánsdóttir

Nýtt fólk. Þjóðerni og íslensk verkalýðsstjórnmál 1901-1944

Háskólaútgáfan

·         Frumleg nálgun á tveimur lykilþáttum íslenskrar samfélagsþróunar, þjóðernishugmynda og stéttaátaka

 

Sigrún Helgadóttir

Friðlýst svæði á Íslandi, Jökulsárgljúfur – Dettifoss, Ásbyrgi og allt þar á milli.

Opna

·         Lykill að stórbrotnu svæði, þar sem afar vel er fléttað saman sögu, náttúrufræði og bókmenntum.

 

Sigurður Ægisson og Jón Baldur Hlíðberg

Íslenskar kynjaskepnur

JPV útgáfa

·         Nýtt sjónarhorn á kynjaskepnur íslenskra þjóðsagna.

 

Vilhjálmur Árnason                                                

Farsælt líf, réttlátt samfélag – kenningar í siðfræði

Heimskringla. Háskólaforlag Máls og menningar

 

· Siðfræði og siðfræðileg álitamál verða skýr í vandaðri og ítarlegri umfjöllun.

 

2007

Aldís Unnur Guðmundsdóttir

Þroskasálfræði. Lengi býr að fyrstu gerð.

Edda útgáfa/Mál og menning

·         Yfirgripsmikil, krefjandi en um leið aðgengileg bók sem nýtist jafnt nemendum sem almennum lesendum

 

Danielle Kvaran

Erró í tímaröð. Líf hans og list

Þýð: Sigurður Pálsson

FORLAGIÐ/Mál og menning

·         Myndræn framsetning á æviferli sem veitir innsýn í síkvikan hugarheim listamanns

 

Hjalti Pálsson, aðalhöfundur og ritstjóri

Byggðasaga Skagafjarðar IV. Akrahreppur

Sögufélag Skagafjarðar

·         Nútíð og fortíð, land og saga, alþýðufróðleikur og vönduð sagnfræði fléttast saman í yfirgripsmikilli byggðasögu

 

Hreinn Ragnarsson, ritstjórn

Silfur hafsins – Gull Íslands. Síldarsaga Íslendinga

Höfundar eru: Benedikt Sigurðsson, Birgir Sigurðsson, Guðni Th. Jóhannesson, Hjörtur Gíslason, Hreinn Ragnarsson, Jakob Jakobsson, Jón Þ. Þór, Steinar J. Lúðvíksson)

Nesútgáfan

·         Fjölþættu stórvirki um örlagavald í íslenskri sögu siglt farsællega í höfn

 

Lára Magnúsardóttir

Bannfæring og kirkjuvald á Íslandi 1275-1550

Háskólaútgáfan

·         Fræðilegt afrek sem endurskoðar með róttækum hætti merkilegan þátt í íslenskri sögu í alþjóðlegu samhengi

 

Ólafur Páll Jónsson

Náttúra, vald og verðmæti:

Umhverfisrit bókmenntafélagsins

Hið íslenska bókmenntafélag

 

·         Heimspekilegt framlag þar sem grunnur er lagður að nýjum leiðum til umræðu um erfitt og umdeilt málefni

 

Pétur Hafþór Jónsson

Hljóðspor

Námsgagnastofnun

·         Bráðskemmtileg námsgögn um rætur og sögu vestrænnar dægurtónlistar

 

Sigrún Aðalbjarnardóttir

Virðing og umhyggja. Ákall 21. aldar.

Forlagið/Mál og menning

·         Tímabær umfjöllun um forsendur uppeldis og menntunar, byggð á áratuga störfum og rannsóknum

  

Þorleifur Friðriksson

Við brún nýs dags. Saga Verkamannafélagsins Dagsbrúnar 1906-1930

Háskólaútgáfan

·         Þaulunnið og efnisríkt rit um upphaf íslenskrar verkalýðsbaráttu

 

Þorleifur Hauksson

Sverris saga

Umsjón og ritar formála

Hið íslenska fornritafélag

·         Yfirburða þekking á íslenskri stílfræði kristallast í vandaðri útgáfu sérstæðrar fornsögu

 

Sigrún Aðalbjarnardóttir

Virðing og umhyggja. Ákall 21. aldar.

Forlagið/Mál og menning

 

·         Tímabær umfjöllun um forsendur uppeldis og menntunar, byggð á áratuga störfum og rannsóknum

2006

Andri Snær Magnason: Draumalandið. Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð.

Björn Hróarsson: Íslenskir hellar.

Guðni Th. Jóhannesson: Óvinir ríkisins. Byltingarsinnar, ógnir og innra öryggi í Kalda stríðinu á Íslandi.

Gunnar Jónsson, Jónbjörn Pálsson og Jón Baldur Hlíðberg: Íslenskir fiskar.

Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnarsson: Nýir tímar. Saga Íslands og umheimsins frá lokum 18. aldar til árþúsundamóta.

Ragnhildur Richter, Sigríður Stefánsdóttir og Steingrímur Þórðarson: Íslenska I. Kennslubók í íslensku fyrir framhaldsskóla.

Robert Jack: Hversdagsheimspeki. Upphaf og endurvakning.

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir: Ólafía. Saga Ólafíu Jóhannsdóttur.

Þórður Tómasson: Listaætt á Austursveitum.

Þórunn Erlu Valdimarsdóttir: Upp á Sigurhæðir. Saga Matthíasar Jochumssonar.