Heildarútgáfu nýs námsefnis í stærðfræði fyrir grunnskóla að ljúka

Nýlega kom út sjötta og síðasta grunnbókin í námsefnisflokknum Átta -10 sem er nýtt námsefnið í stærðfræði fyrir unglingastig.

 

Þar með lýkur heildarútgáfu á nýju grunnnámsefni í stærðfræði fyrir grunnskóla á vegum Námsgagnastofnunar. Verkið hefur tekið tæp 10 ár en fyrsta bókin kom út haustið 1998. Alls hafa komið út rúmlega 90 titlar, grunnbækur, vinnubækur, verkefnamöppur, kennsluleiðbeiningar, námsmatsverkefni, lausnir og þemahefti. Höfundar unglingstigsefnisins eru þær Guðbjörg Pálsdóttir og Guðný Helga Gunnarsdóttir en auk þeirra komu þær Guðrún Angantýsdóttir, Jónína Vala Kristinsdóttir og Sigrún Ingimarsdóttir að gerð grunnnámsefnis fyrir yngri bekki grunnskólans. Ritstjóri var Hafdís Finnbogadóttir.
Hagþenkir óskar höfundum hjartanlega til hamingu með vel unnið og umfangsmikið verk.