Fjöruverðlaunin voru afhent í Iðnó 15. mars. Verðlaunin hlutu:
- Í flokki fræðibóka – Æsa Sigurjónsdóttir fyrir bókina Til gagns og til fegurðar, sem Þjóðminjasafnið gefur út. Í Í umsögn dómnefndar kemur fram að í „fallegri og skýrri fléttu fræðilegs texta og ljósmynda rekur höfundur sögu þess fatnaðar sem Íslendingar klæddust á hverjum tíma hvort heldur til sjávar eða sveita, við hversdagsverk eða til spari, að vetri eða sumri.
- Í flokki barna- og unglingabóka – Hallfríður Ólafsdóttir og Þórarinn Már Baldursson fyrir bókina Maxímús Músíkús, sem Mál og menning gefur úr.
- Í flokki fagurbókmennta voru veitt tvenn verðlaun að þessu sinni. Álfrún Gunnlaugsdóttir hlýtur Fjöruverðlaunin í ár fyrir skáldsögu sína Rán, sem Mál og menning gefur úr og Kristín Ómarsdóttir hlýtur sömuleiðis Fjöruverðlaunin fyrir ljóðabókina Sjáðu fegurð mína, sem Uppheimar á Akranesi gefa út.Sérstaka viðurkenningu Góugleðinnar hlaut að þessu sinni hinn ástsæli barnabókahöfundur Jenna Jensdóttir.
Merki Fjöruverðlaunanna mun prýða verðlaunabækurnar í bókaverslunum framvegis.