Eftir ítarlegar umræður á fundum stjórnar undanfarin misseri ákvað stjórn Hagþenkis nú í upphafi árs að gerast félagi í alþjóðlegum samtökum höfunda, International Authors Forum (IAF). https://internationalauthors.org/
Með því að gerast fullgildur meðlimur í IAF vill stjórnin styrkja alþjóðlegt samstarfs- og stuðningsnet Hagþenkis á tímum þegar höfundar standa frammi fyrir sífellt fleiri og flóknari áskorunum.
Í tilefni þess að gengið var frá félagsaðild Hagþenkis mætti stjórnarmaðurinn Henry Alexander Henrysson á ársfund IAF sem haldinn var í París í mars. Á fundinum voru bæði almenn aðalfundarstörf og áhugaverð pallborð um réttindamál höfunda. Frásögn af fundinum má nálgast hér.
Félagsmenn hvattir til kynna sér annað fróðlegt efni af heimasíðu IAF um starf samtakanna sem og ráðleggingar og hagsmunagæslu fyrir höfunda víðs vegar um heim. Henry hefur tekið að sér að vera tengiliður Hagþenkis við IAF og mun hann á næstunni kynna sér betur hvernig félagið getur nýtt sér aðild sína fyrir félagsmenn og í stefnumótun fyrir bókaútgáfu á Íslandi.