Hagræn áhrif ritlistar – kynningarfundur í Norræna húsinu 8. nóv. kl. 11-12

Dr. Ágúst Einarsson flytur erindi um niðurstöður rannsókna sinna á íslenskum bókamarkaði sem birtar eru í nýútkominni bók hans, Hagræn áhrif ritlistar. Í skrifum sínum leggur Ágúst fram 10 stefnumarkandi aðgerðir til að efla ritlist hérlendis. Þar nefnir hann meðal annars tillögu sína um niðurfellingu virðisaukaskatts á bækur, tímarit og blöð frá ársbyrjun 2016. Einnig aukin framlög til Bókasafnssjóðs og bókasafna, langtímaáætlun um eflingu lesskilnings og hvernig efla megi námsbókaútgáfu á íslensku. 

Umræður verða í lok erindis.
Boðið verður upp á léttar kaffiveitingar fyrir fundinn frá kl. 10:30.

Að erindinu standa Félag íslenskra bókaútgefenda – FIBUT, Rithöfundasamband Íslands, Norræna húsið, Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO, Miðstöð íslenskra bókmennta – Icelandic Literature CenterHagþenkir og Þot -Bandalagþýðendaogtúlka