Hagþenkir tekur þátt í norrænu rannsóknarverkefni

Hagþenkir hefur ásamt fimm öðrum samtökum rithöfunda á Norðurlöndunum fengið veglegan styrk frá Norræna menningarsjóðnum til að rannsaka stöðu rithöfunda í nýju stafrænu umhverfi. Heiti verkefnisins er „Författaren i den digitala världen“. Markmið þess er að kortleggja stöðu rithöfunda á Norðurlöndum, bæði efnahagslega, félagslega og menningarlega. Verkefnið er unnið í samvinnu við fræðimenn við Konunglega tækniháskólann í Stokkhólmi. Verkefnisstjóri er Leif Dahlberg, dósent í bókmennta- og fjölmiðlafræði við KTH.
Yfirumsjón með verkefninu hefur fimm manna stýrihópur, Jón Yngvi Jóhannsson situr í þeim hópi fyrir hönd Hagþenkis.