Hagþenkir auglýstir eftir umsóknum um þóknanir og ferða- og menntastyrki

Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, auglýsir eftir umsóknum um þóknanir og ferða- og menntunarstyrki, síðari úthlutun. Umsóknarfrestur rennur út þriðjudaginn 25.  september kl. 16.

 

Þóknanir vegna ljósritunar, stafrænnar fjölföldunar o. fl.
Óskað er eftir umsóknum um þóknanir vegna ljósritunar og stafrænnar fjölföldunar úr fræðiritum og kennslugögnum í skólum og öðrum stofnunum hins opinbera 2016-2017. Til úthlutunar eru allt að 5.000.000.- kr.

Þóknanir til rétthafa á fræðslu- og heimildarmyndum
Óskað er eftir umsóknum handritshöfunda, sem eru rétthafar á fræðslu- og heimildarmyndum og þáttum sem sýndir voru í sjónvarpi árin 2015–2017, um þóknanir sem Hagþenkir greiðir í framhaldi af gerðardómi um skiptingu tekna IHM, Innheimtumiðstöðvar gjalda, af geisladiskum, myndböndum og myndbandstækjum. Til úthlutunar eru allt að 1.500.000.- kr.

Ferða- og menntunarstyrkir  – fyrir félagsmenn Hagþenkis, síðari úthlutun
Óskað er eftir umsóknum um ferða- og menntunarstyrki Hagþenkis vegna síðari úthlutunar. Rétt til að sækja hafa þeir sem hafa verið félagar í Hagþenki í eitt ár og eru skuldlausir við félagið. Einungis er heimilt að sækja um vegna ferða sem hafa verið farnar. Umsækjendum senda umsókn og fylgiskjöl í gegnum heimasíðu Hagþenkis. Til úthlutunar eru allt að 2.000.000.- kr.

Allar nánari upplýsingar, úthlutunarreglur, rafræn umsóknareyðublöð og eyðublað fyrir skilagreinar eru á heimasíðu félagsins: www.hagthenkir.is Umsækjendur fá rafræna staðfestingu, kennimark, um að umsókn hafi borist og það gildir sem kvittun.

Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna / Þórunnartún 2, 2 hæð. Skrifstofa nr. 7. 105 Reykjavík / Sími 551-9599 / www.hagthenkir.is / hagthenkir@hagthenkir.is