Hagþenkir auglýsir eftir umsóknum félagsmanna um ferða- og menntastyrki

 

Óskað er eftir umsóknum um ferða- og menntunarstyrki Hagþenkis vegna síðari úthlutunar. Rétt til að sækja hafa þeir sem hafa verið félagar í Hagþenki í eitt ár og eru skuldlausir við félagið. Heimilt er að sækja um vegna ferða sem farnar voru á árinu. Umsækjendur skulu senda skrifstofu Hagþenkis útprentað afrit af ferðakostnaði og skilagrein fyrir áramót á rafrænu eyðublaði áheimasíðu Hagþenkis. 

Til úthlutunar eru allt að 2.000.000.- kr.

Allar nánari upplýsingar, úthlutunarreglur, rafræn eyðublöð og eyðublöð fyrir skilagreinar eru á heimasíðu félagsins:www.hagthenkir.is. Umsækjendur fá rafræna staðfestingu um að umsókn hafi borist og gildir hún sem kvittun.