GÓUGLEÐI og FJÖRUVERÐLAUNIN 2008

Sunnudaginn 9. mars næstkomandi verður Góugleði – bókmenntahátíð kvenna – haldin í Iðnó, annað árið í röð. Hátíðin hefst kl. 13.00 með ritsmiðju sem stjórnað verður af Silju Aðalsteinsdóttur, bókmenntafræðingi og ritstjóra TMM.  Ritsmiðjan er opin öllum konum sem stunda ritstörf – og er hún fyrst og fremst vettvangur fyrir okkur til að kynnast og eiga saman ánægjulega stund. Sköpunargleði og léttleiki í fyrirrúmi! Takið með ykkur penna

 


Um kl. 16.00 verða Fjöruverðlaunin – bókmenntaverðlaun kvenna – síðan afhent við hátíðlega athöfn og léttar veitingar verða í boði.
Valnefnd Fjöruverðlaunanna skipa að þessu sinni bókmenntafræðingarnir Soffía Auður Birgisdóttir og Þóra Sigríður Ingólfsdóttir og Olga Guðrún Árnadóttir rithöfundur.
Við vonumst til að sjá sem flestar ykkar í Iðnó! Gott væri að heyra frá konum sem telja líklegt að þær komi. Sendið einfaldlega tölvupóst á netfangið jleos@simnet.is . Það auðveldar okkur skipulagninguna.

Góugleði – bókmenntahátíð kvenna – var haldin í fyrsta skipti vorið 2007. Þá voru Fjöruverðlaunin einnig afhent í fyrsta sinn. Hugmyndin er sprottin frá konum innan Rithöfundasambands Íslands sem töldu mikilvægt að meiri athygli yrði vakin á bókum eftir konur – jafnt skáldverkum sem fræðibókum.

Í undirbúningshóp eru: Guðrún Hannesdóttir, Hrafnhildur Schram, Ingibjörg Hjartardóttir, Jónína Leósdóttir, Margrét Lóa Jónsdóttir og Unnur Jökulsdóttir