Sunnudaginn 9. mars næstkomandi verður Góugleði – bókmenntahátíð kvenna – haldin í Iðnó, annað árið í röð. Hátíðin hefst kl. 13.00 með ritsmiðju sem stjórnað verður af Silju Aðalsteinsdóttur, bókmenntafræðingi og ritstjóra TMM. Ritsmiðjan er opin öllum konum sem stunda ritstörf – og er hún fyrst og fremst vettvangur fyrir okkur til að kynnast og eiga saman ánægjulega stund. Sköpunargleði og léttleiki í fyrirrúmi! Takið með ykkur penna
Valnefnd Fjöruverðlaunanna skipa að þessu sinni bókmenntafræðingarnir Soffía Auður Birgisdóttir og Þóra Sigríður Ingólfsdóttir og Olga Guðrún Árnadóttir rithöfundur.