Góugleði – bókmenntahátíð kvenna og Fjöruverðlaunin 2009

 

Þriðja árið í röð, á Góu, verður efnt til sérstakrar bókmenntahátíðar kvenna í Iðnó. Góugleðin varpar að þessu sinni ljósi á útrás íslenskra kvennabókmennta á önnur og stærri málsvæði og tekur hópur rithöfunda og útgefenda þátt í ráðstefnu um þessa jákvæðu útrás íslenskrar menningar.Ráðstefnan stendur frá 14.00-16.00 og að henni lokinni veitir Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og bókmenntafræðingur, hin árlegu Fjöruverðlaun – bókmenntaverðlaun kvenna, við hátíðlega athöfn.Skrifandi konur, skáldskapar og fræða, eru sérstaklega boðnar velkomnar á Góugleðina í Iðnó, sunnudaginn 15. mars næstkomandi.