Gestaíbúðin Klaustrið á Skriðuklaustri

Klaustrið er dvalarstaður fyrir lista- og fræðimenn, íslenska sem erlenda. Klaustrið er lítil tveggja
herbergja íbúð í húsi Gunnars Gunnarssonar skálds á Skriðuklaustri. Skriðuklaustur er í Fljótsdal
fyrir botni Lagar jóts, um 39 km frá Egilsstöðum.

 

Borðbúnaður, sængur, sængurlín, handklæði og helstu hreinlætisvörur eru í íbúðinni. Í íbúðinni er auk þess tölva og þráðlaus nettenging.Aðgangur að þvottahúsi.
Dvalargestir geta fengið íbúðina til afnota í 3-5 vikur til að vinna að fyrirfram ákveðnum
verkefnum. Samkvæmt reglum um úthlutun skulu verkefni er varða Gunnar Gunnarsson,
Austurland eða aust rsk fræði njóta forgangs.
Sækja skal um dvöl skri ega. Hægt er að nálgast upplýsingar og umsóknareyðublað á
vefslóðinni www.skriduklaustur.is. Allar nánari upplýsingar fást hjá Halldóru Tómasdóttur í síma
860 2902 eða á netfangi halldora@skriduklaustur.is.
Umsóknarfrestur fyrir árið 2010 er til 15. júní nk. Senda skal umsókn til Gunnarsstofnunar,
Skriðuklaustri, 701 Egilsstaðir.