Fundur um nýjar aðstæður í námsefnisútgáfu

Ný lög um námsgagnasjóð breyta stöðu einkarekinnar bókaútgáfu gagnvart markaði fyrir námsefni í grunnskólum. Með úthlutun úr námsgagnasjóði geta skólar nú keypt námsefni að eigin vali af hverjum sem er. Enn er hins vegar margt á huldu um þessar nýju aðstæður. Bjarni Þorsteinsson hjá Bjarti/Veröld, Ásdís Olsen hjá KHÍ, Þorsteinn Helgason hjá KHÍ og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður stjórnar námsgagnasjóðs, bregða upp fjórum sjónarhornum sem varpa vonandi skýrara ljósi á stöðuna í námsefnisútgáfu fyrir grunnskóla. Fundurinn er samstarfsverkefni Félags íslenskra bókaútgefanda og Hagþenkis

Vinsamlegast staðfestið þátttöku á tölvupóstfangið baekur@simnet.is, í síma 5118020 eða á hagthenkir@hagthenkir.is